3 dagar til jóla

Og Markús er lasarus! Greinilega með hálsbólgu, er hás og lystarlaus. En hann fór engu að síður í jólaklippingu á miðvikudaginn.
20081218193906_26
Fyrir

20081218193910_28
Á meðan

20081218193913_30
Eftir

Aðfangadagskvöld verður heldur betur með öðru sniði en áður. Ég er að vinna frá kl 15-23, Kalli og Markús koma um kl 18 og borða með okkur og opna nokkra pakka, svo fara þeir heim og Markús leggur sig. Ég klára að vinna, fæ far hjá vinnufélaga, við sækjum kallana mína, pakkana og íslenskar nýlenduvörur og höldum til Rannveigar og co. Þar verða haldin "sein" jól, opnaðir fleiri pakkar og haft það huggulegt. Við gistum þar, og borðum svo hangikjöt með grænum baunum, uppstúf, rauðbeðum á jóladag. Öllu því verður svo skolað niður með jólaöli. Það væru sko engin jól án hangikjöts og tilheyrandi meðlæti. Mig langar að þakka mömmu minni og tengdamömmu kærlega fyrir kjötið og allt góðgætið sem þær sendu okkur! Án ykkar hjálp myndu ekki verða nein jól að ráði!

Í dag eru fjórði sunnudagur í aðventu og vetrarsólstöður, svo frá og með morgundeginum verður allt smátt og smátt bjartara. Ég get ekki neitað því að ég er farin að hlakka til sumarsins! Allavega vorsins, þegar það hættir að vera svona kalt. En maður tekur bara einn dag í einu.

Ætlaði bara svona aðeins að láta vita af okkur hérna. Nú ætla ég að skipta um á rúmunum og taka svolítið til.
Mamma, þú nennir ekki að strauja fyrir mig er það?

Bestu kveðjur frá okkur í Augustenborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband