Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvar á maður að byrja?

Hmm.. það gerist svo margt á milli þess sem maður kemst á netið að maður veit ekkert hvað skrifa skal..

Allavega, við erum komin í íbúðina í Augustenborg, og ég er byrjuð að vinna á elliheimilinu þar í bæ.
Þau eru mjög ánægð með mig þar, það er ekki spurning að ég hef fengið góða þjálfun á Silfurtúni!
Við erum búin að fara á ströndina með Markús, það var alveg æði!
Ég held að það sé best að hafa bara allar myndir inná barnalandssíðunni, myndakerfið hér á blog.is er ekki alveg nógu gott finnst mér.

Pabbi hans Kalla verður jarðaður á morgun, við komum til Íslands í gærkvöldi og förum aftur út á þriðjudaginn.

Það er kominn hellingur af myndum inná músasíðuna, endilega kíkið á þær!

Þangað til næst, bestu kveðjur frá okkur.
Kolla, Kalli og Markús.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband