22.febrúar 2009

Þetta er fyrsta færsla ársins, þó svo tæpir 2 mánuðir séu frá áramótum.
Eins og þeir sem næst okkur standa vita, þá hef ég verið frekar mikið veik undanfarið, eiginlega alveg frá áramótum. Hef ekki unnið frá því í byrjun janúar, en nú sér vonandi fyrir endann á veikindadögum mínum í bili, og ég hef hugsað mér að byrja að vinna í lok þessarar viku eða eftir næstu helgi, ef allt gengur vel.
Ég varð ólétt í desember og stuttu seinna varð ég veik. Það er auðvitað erfitt að segja til um hvað var óléttunni að kenna og hvað var lifrinni að kenna. Lifrarensím sem er kallað "alat" fór alltaf hækkandi og ég varð alltaf slappari og slappari. Í blóðprufum á "alat" á að vera á bilinu 10-45 hjá konum til að geta talist eðlilegt, en hjá mér hefur það verið í kring um 58, sem er ekkert áhyggjuefni. Ég fór í fyrstu blóðprufuna 20 janúar og þá var talan komin upp í 157. 10 dögum seinna var hún rokin upp í 400.. Ég hitti lifrarsérfræðing 16.feb, og hann gat svosem ekki sagt til um hvort þetta myndi hækka eða lækka með tímanum, en vildi fá mig í aðra prufu eftir 2 vikur til að skera úr um hvort við ættum að halda meðgöngunni áfram. Það er mjög ólíklegt að þetta hefði haft áhrif á fóstrið, en þetta hafði svo sannarlega áhrif á mig, og ekki síður á Markús og Kalla. Ég svaf að meðaltali 18 tíma á dag, og þess á milli lá ég bara í sófanum, bókstaflega ekkert gagn af mér. Ég fann að Markús tók þetta inn á sig og var ekki eins og hann á að sér að vera.
Ég tók svo ákvörðun á fimmtudaginn var, daginn áður en ég var komin 12 vikur á leið, að fara í fóstureyðingu.  Ég gat ekki hugsað mér að þurfa að stoppa meðgönguna seinna, þurfa kannski að vera sett í gang til að fæða barn sem ég vissi að myndi sennilega ekki ná að lifa í klukkutíma. Ég fékk tíma daginn eftir og nú er þetta yfirstaðið.
Það er enginn efi í mér að þetta var rétt ákvörðun, auðvitað var hún erfið, en ég og við erum sátt við hana. Ég hef það meira að segja strax betra, bæði andlega og líkamlega, þó svo ég sé ennþá með harðsperrur sem eru aukaverkanir eftir svæfinguna.
Set hérna inn sónarmynd sem var tekin í 9.viku
8v5d

Segjum þetta gott í bili, ég verð vonandi duglegri að blogga á næstunni.

Kveðjur frá okkur.
Kolbrún.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kolla mín. Þú ert bara dugleg. Hlakka til að fá þig aftur í vinnuna og ég vona svo sannarlega að þér líði mikið betur eftir þessa stóru og miklu ákvörðun. Sjáumst sem fyrst.... Svava

Svava (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 08:48

2 identicon

Elsku snúlla....

Stórt knús frá mér til ykkar.

Kv. Katrín Lilja 

Katrín Lilja (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:21

3 identicon

Kolla mín, ég vona að ykkur líði öllum vel..

knús frá Íslandi.. ;*

Eyrún Erla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 18:06

4 identicon

Hæ elsku dúlla! þú ert algjör hetja ;*

Ég vildi bara láta þig vita sæta mín :)

Anna Katrín (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband