Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mojn!

Það segir maður hérna suðurfrá, bæði þegar maður vill segja hæ og bæ.. Mojn!
Annars er allt gott að frétta af okkur, Kalli fer í dönskuskóla í ágúst, Markús kemst kannski að hjá dagmömmu í september, og ég hef hugsað mér að byrja í sjúkraliðaskólanum í maí 2009. Þá ætti ég að vera komin almennilega inn í dönskuna. Markús á uppáhalds dvd-mynd, það eru "Tagkammeraterne" (þakfélagarnir), hann getur horft á þá aftur og aftur, og aftur og aftur og aftur....

Tagkammeraterne

Þið verðið að afsaka bloggleysið, netið er svo skemmtilega rólegt að ég hef sjaldan þolinmæði í að sitja og mygla við tölvuskjáinn, en hvað gerir maður ekki fyrir fréttaþyrsta ættingja og vini?

Ég fékk fyrstu útborgunina ekki fyrir löngu. Hún hljóðaði upp á rúmar 11 þús danskar.. sem er samkvæmt genginu 187 þús íslenskar! Í vasann sjáiði til.. En nú getur maður hætt að reikna allt út í íslenskum krónum þar sem danskar tekjur eru komnar inn í dæmið. Ekki beint hagstætt gengi ha?

Kalli fór til Kaupmannahafnar áðan að taka á móti mömmu sinni og Hugrúnu Eddu, þær myndu sennilega enda á Ítalíu ef ekki væri fyrir Kalla! Tengdó verður hér í 10 daga en Hugrún Edda þangað til í ágúst. Þetta verður pottþétt æðislegt!

Það er ekkert búið að vera sérstakt veður undanfarið, en nú er sólin farin að skína og við erum aftur orðin TAN! :)

Næstu helgi ætlum við Kalli kannski að skreppa til Hamburg í tilefni af tveggja ára edrú afmælinu okkar (18.júlí). Bara við tvö ein! Reynum að nýta okkur tækifærið á meðan tengdó er hérna til að "láta" hana passa Markús, þar sem hann þekkir hana. Vonum að það verði ekki eins og með Kristínu Eik greyið.. Hún hefur passað hann nokkrum sinnum, og það hefur ekki gengið vel :( En hann þarf að sjálfsögðu að venjast henni, og hún honum.

Veit ekki hvort ég á að hafa þetta lengra, vildi bara láta vita af okkur, við erum hress og kát.. og TAN!! VERÍ NÆS!

Yfir og út allir saman, vonum að þið hafið það sem best!
Þangað til næst, bestu kveðjur frá okkur hérna í Augustenborg.  InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband