Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hitler og Icesave

Ég verð bara að deila þessu með ykkur! Hahahah!

 


Hitt og þetta - vídjóblogg


Vídjóblogg

21. og 22. nóvember:


Lítill kokkur

Margir strákar leika sér með bíla og önnur "strákaleg" leikföng. Markús er meira fyrir matargerð!
Njótið vel og bestu kveðjur!


3 vídjó

Værsgo!

Svangur:

Pissa og bað:

OJ!


Varúð: Myndir í þessari færslu eru ekki fyrir viðkvæma!

Ég hringdi mig inn veika í dag. Í fyrsta skiptið í þá 7 mánuði sem ég hef unnið hér. Og þó ekki veikinda eins og flensu, þunglyndis, ælupest né niðurgangs, heldur vegna exems. Núll dagar frá vinnu vegna veikinda í 7 mánuði, djöfull er ég stolt af því! En nú kemur að því að hendurnar á mér þurfa einfaldlega að fá frið. Ég fékk tíma hjá húðsjúkdómalækni 23.des kl 11:20.

Áhrifaríkasta leiðin að þokkalega heilbrigðum höndum er því miður ekki krem, bómullarhanskar og steralyf, heldur annað vinnuumhverfi. Hendurnar á mér fá ekki frið í vinnunni, og ég er jú í vinnunni að minnsta kosti 32 klukkutíma á viku. Langar helst að ýta þessu öllu saman á undan mér, því mér líkar mjög vel á þessum vinnustað, en ef ég ýti þessu mikið lengur enda ég algjörlega óvinnufær.
Þessar myndir voru teknar í gær, 10.nóvember:
exem-nóv-2008-800

Ég get ekki lýst því hversu sársaukafull síðasta vinnuhelgi var. Ætla því ekki að reyna það.

Það er margt í gangi hjá okkur þessa dagana/vikurnar. Eða allavega meira en venjulega. Í dag létum við loksins verða að því að fá okkur innbústryggingu. Það er eitt af því sem alltaf hefur verið verkefni "morgundagsins". Meira kæruleysið að vera ekki með tryggingu, hugsa sér ef eitthvað myndi nú gerast, íbúðin brenna niður eða eitthvað álíka hræðilegt, og við stæðum uppi fatalaus, húsnæðislaus, tryggingalaus, allslaus! Þá er nú betra að eyða 1500 (dönskum) krónum á ári í innbústryggingu.

Við erum búin að kaupa okkur þurrkara, Gísli bróðir kom í heimsókn til okkar og tengdi hann (takk Gísli!). Nú er þvottakarfan tóm og allt hreint og fínt! Maður var alltaf að fresta því að þvo óhreinu rúmfötin því þau eru svo lengi að þorna, það er mikilvægara að eiga hrein föt en rúmföt, það finnst mér allavega. Við keyptum hann á sama hátt og við keyptum ísskápinn, afborgunin bætist á rafmagnsreikninginn.

Svo er fleira á döfinni. Við sjáum fram á að fara í mál við leigufélagið sem við leigjum hjá. Þannig er, að á sínum tíma sáum við þessa íbúð auglýsta sem 80 fermetra 3ja herbergja. Byrjuðum að leigja hana 1.júní, sóttum um húsaleigubætur í sama mánuði, fengum svo útborgað í ágúst fyrir þá 3 mánuði sem við höfðum búið hér. Svo kom í ljós að þeir á skrifstofunni klúðruðu umsókninni minni þannig að við fengum allt of mikið af peningum, sem við að sjálfsögðu vorum búin með og erum nú að borga til baka. En það er svosem allt önnur saga. Við fylltum semsagt út aðra umsókn og fengum að vita að við ættum rétt á 980 krónum á mánuði, sem er miðað við að íbúðin er skráð sem 60 fermetra, eins herbergja, en á leigusamningum segir 80 fermetra 3ja herbergja. Það er að sjálfsögðu ólöglegt að auglýsa íbúð stærri en hún er og leigja hana þannig. Sá sem ég tala við hjá leigufélaginu segir að þegar þeir byrjuðu að leigja íbúðina út fengu þeir upplýsingar hjá sveitarfélaginu, sem sögðu að fermetrafjöldinn væri 80. Orð gegn orði. Ég er búin að tala við samtök leigjenda og get fengið ókeypis lögfræðiaðstoð, svo það er ágætt. Við mældum íbúðina að gamni, hún er 60 fm.

Og svo aðeins meira húðvesen.. Í gær komst ég að því hvað ég á að varast þegar ég kaupi eða nota vörur til að bera á andlit og/eða hendur. Efnið heitir 'paraben' og er í mjög mörgum kremum, olíum og snyrtivörum (og þá kannski sérstaklega þeim í ódýrari kanntinum). Síðastliðinn laugardag farðaði ég á mér fésið, og um kvöldið notaði ég andlitshreinsilínu frá Herbalife. Mér fannst ég ekkert skána í andlitinu á öllu því sem ég makaði framan í mig, þvert á móti blómstraði ég sem aldrei fyrr, og ákvað um leið og ég fékk 'parabenviðvörunina', að kíkja á innihaldslýsingu línunnar.
Þar var paraben. Og ekki bara paraben, heldur fimm mismunandi tegundir af því! Enda líkist andlitið á mér vel útilátinni pepperonipizzu.
Mér þótti þetta skrýtið því ég veit að þessi lína er ekki í ódýrari kanntinum. Ég ákvað að taka allt fram úr skápum sem gæti innihaldið þetta efni. Og nú sit ég uppi með fullan höldupoka af kremum, sturtusápum, hreinsivötnum, sólarvörn og allskonar drasli sem ég má ekki nota! Svo ég tali nú ekki um 99% af öllum förðunarvörum sem ég á, og ég á ekki lítið af þeim vörum! Afhverju þarf ég að vera viðkvæm fyrir þessu efni? Það er talað um að 95% séu algerlega ónæmir fyrir því, og ég er að sjálfsögðu í hinum 5 prósentunum. Meiri ofnæmispúkinn sem ég er!

Jæja, fyrst ég get ekki makað sminkinu á sjálfa mig býðst ég nú til að gera það á aðra (sem eru ekki viðkvæmir fyrir parabeni) gegn greiðslu, bjó til auglýsingu sem ég er búin að hengja upp á 4 stöðum hér í bæ:
makeup-auglýsing-litil
P.s. stelpur, var ekki í lagi að ég notaði andlitin á ykkur í auglýsinguna? :)

Ég er búin að bóka fyrsta tímann, það er brúðarförðun fyrir Arnheiði 15. ágúst 2009
Og þar sem það er langt síðan ég hef verið að sparsla fékk ég að æfa mig á henni (takk!)
Fyrir:
Fyrir

Eftir:
Picture-020
Picture-019

Segi þetta gott í bili, ætla að fara að horfa á kassann með Karlinum.

Bestu kveðjur, Kolbrún.


Góða nótt

nóv 2008


Kíkja og lúlla 29.okt 08


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband