Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ferðasagan

Þá erum við búin að koma okkur ágætlega fyrir í gestahúsi hjá foreldrum Danna, og verðum þar þangað til 30.maí, þá fáum við lyklana af íbúðinni í Augustenborg.

Ferðin gekk mjög vel, Markús flissaði bara í flugtakinu á meðan önnur börn grenjuðu! Svo svaf hann næstum alla leið, vaknaði rétt fyrir lendingu. Við fengum okkur svo að borða á lestarstöðinni og lögðum svo af stað til Sønderborg kl 21:30 og vorum komin rétt tæpum 4 tímum seinna, eða kl 01:20 (11:20 á Íslandi).
Kristín Eik lánaði okkur herbergið sitt í eina nótt (takk kærlega!).. Við vonuðum að guttinn myndi sofa kannski eitthvað fram á morguninn fyrst við vorum komin svona seint í hús, en neibb.. Hann vaknaði rúmlega 06:30 og vildi fara á fætur takk ..
Rannveig keyrði okkur í Nybøl, þar sem við fáum að vera þangað til við fáum íbúðina. Við spókuðum okkur í garðinum og komum okkur fyrir, svo fór Markús að sofa um kl 20, og við gömlu hjúin klukkutíma seinna (ath: það er kl 19 á ísl. tíma!)

Í dag fórum við niður á kommúnu og skráðum okkur inn í landið, það er víst ekki hægt að vera kennitölulaus.

Ég setti inn full af myndum á www.markusedvard.barnaland.is , en set svo inn nokkrar vel valdar í albúm á þessa síðu.

Við söknum ykkar allra og elskum ykkur!
Kv. Kolbrún, Kalli og Markús Eðvarð


22 vímulausir mánuðir - Danmörk á morgun!

Jæja gott fólk!

Nú ætlum við hjúin, og músin sem undan okkur kom, að leyfa ykkur að fylgjast betur með okkur og ævintýrum okkar. Hér ætlum við að setja inn myndir, og ferðasögur og fleira skemmtilegt.

Á morgun, 19.maí kl 13:15 fljúgum við út til Kaupmannahafnar, tökum svo lest þaðan til Sønderborg sem er syðst á Jótlandi. Fyrstu nóttinni okkar munum við eyða hjá Rannveigu systur og Danna, svo verðum við í Nybøl, í gestahúsi foreldra Danna, þangað til við fáum íbúðina í Augustenborg afhenta, sem verður í síðasta lagi 1.júní. Sem er einmitt dagurinn sem ég byrja að vinna á dvalar- og hjúkrunarheimilinu í Augustenborg.

dk copy  sonderogaugustenborg

Búslóðin okkar er á 2 brettum og kemur (vonandi) heil á höldnu til okkar eftir 2 vikur með Atlantsskipum. Þeir landa í Esbjerg, sem er um 2 klst frá Augustenborg.

Það er frekar skrýtið að hugsa til þess, að fyrir ekkert svo löngu síðan var þetta bara hugmynd, en nú er sú hugmynd að verða að veruleika! Á morgun!

Mamma, pabbi, Hrönn, Herborg, Linda, Halli Pétur, Halli Pálmi, Númi, Jón Helgi og Sæmundur; takk fyrir æðislegan dag í gær!

Set inn einhverjar myndir í albúm seinna í dag!
Kv. Kolbrún.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband