Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Óvirkur alkahólisti á bar
29.9.2008 | 06:39
Vinnurútínan mín er þannig að ég vinn mán, þri, frí mið og fim, vinna fös, lau og sun. Svo næstu viku er það öfugt; frí mán, þri, vinna mið og fim, frí fös, lau og sun.
Í vikunni sem leið þurfti ein sem er að vinna með mér að losna við tvær vaktir, við skiptumst á vöktum og það kom út þannig að ég vann fimm daga í röð; mið-sun. Ég hélt kannski að ég yrði alveg búin á því eftir þessar fimm vaktir, en ég var í góðum gír þegar fimmtu vaktinni lauk í gær, fyrir utan hendurnar. Hendurnar á mér eru alveg í rústi, vísifingur á vinstri hönd get ég ekki rétt almennilega úr. Það er sama hvað ég reyni að passa uppá lúkurnar, ég nota nitrile eða vinyl hanska í staðinn fyrir latex, ber á mig krem og hvað þetta nú allt heitir, ekkert virkar, nema þá kannski að leyfa þeim að anda.
Ef ég vil lifa eðlilegu lífi án þess að vera með næstum afmyndaðar hendur af exemi, verð ég að hætta í þessum umönnunar-bransa. Það segir húðsjúkdómalæknirinn allavega.
Þetta er aðallega það sem fær mig til þess að efast um ágæti þess að verða sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur eða eitthvað í þá áttina.
Jú svo er eitt annað sem spilar inní:
Á vaktaskiptum hittumst við kvöldvaktastelpurnar og næturvaktastelpurnar. Það barst í tal að ein okkar er í hjúkrunarfræðinámi. Hún lýsti allskonar verkefnum í náminu, þar á meðal sprautuverkefni. Þau áttu að taka blóð úr sjálfum sér. Hún sagði t.d. "Það er óþolandi þegar æðin hopar, eða hverfur", "já ég veit" segir önnur, "það er best að gera þetta hérna".. Og svo framvegis. Fyrir þeim voru þetta eðlilegar umræður um verkefni í náminu - fyrir mér var þetta allt annað.
Ég hélt að þetta myndi ekkert á mig hafa, en allt í einu gat ég ekki hlustað meir, skrapp afsíðis og fékk mér sígó. Ég var með dúndrandi hjartslátt. Var þetta fíkn? Hvað var að gerast? Er þetta sprautu og æðatal virkilega að hafa svona áhrif á mig? Hvernig væri þetta þá ef ég kæmist í hjúkrunarfræðina? Myndi ég halda þetta út í kringum sprautur, nálar og lyf?
Auðvitað hef ég hugsað þetta áður, oft og mörgum sinnum. Ég hef alltaf verið fullviss um að þetta myndi ekki hafa áhrif á mig. Annað hefur komið í ljós.
Er það sniðugt fyrir óvirkan alkahólista að vinna á bar?
Er það skynsamlegt fyrir óvirkan fíkil að vinna með sprautur, nálar og lyf?
Þó svo viðkomandi væri í eins góðu jafnvægi og hægt væri að hugsa sér, væri það skynsamlegt?
Væri það áhættunnar virði?
Ég held kannski eitthvað áfram með þennan "pistil" seinna, nú þarf ég að fara að skipta á rúmunum.
P.s: Mamma, nenniru nokkuð að strauja rúmfötin fyrir mig? :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fleiri vídjó!
22.9.2008 | 07:44
Hér er smá samansafn af myndböndum frá apríl-júlí 2007:
Og hér er myndband frá apríl 2007:
Október 2007:
8.feb '08:
Stuðmyndbandið! Des '07/Jan '08
Fyrstu skrefin og fleira nóv '07 - jan '08:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skógarferð
21.9.2008 | 20:12
Kíkið á þetta:
Skógarferð 21.sept 2008
Bloggar | Breytt 22.9.2008 kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16. september!
16.9.2008 | 06:27
Mér finnst þetta alveg merkilegt. 16. september! Það er svakalegt hvað tíminn líður hratt!
Ég fór í viðtalið í gær, komst ekki inn, en fékk góð ráð hjá rektornum hvað best væri að gera.
Ég hef þrjá möguleika:
1. Klára stúdentinn
2. Klára sjúkraliðann
3. Taka HF-examen (Højere forberedelseseksamen, það er hægt að taka á 2 árum, eitt og eitt fag í einu eða í grúppum)
Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera. Ef ég klára stúdentinn á ég hann náttúrulega alltaf, og kemst þannig séð inn í hvað sem er með hann.
Ef ég klára sjúkraliðann, þá hef ég hann og þó hjúkrunarfræðinámið sé einhverra hluta ekki að ganga upp, þá er ég með menntun.
HF examen opnar margar dyr, líkt og stúdentinn..
Ég held ég byrji allavega á því að fara í VUC og taka einhver fög sem ganga upp í bæði stúdent og HF, venja mig á að vera í námi, þó svo það sé ekki mikið.
Allavega, þetta kemur allt í ljós, en nú að öðru.
Markús er orðinn alveg sáttur við að ég kveðji hann í dyrunum hjá dagmömmunni, veifar og segir bæbæ :) Hann er byrjaður að taka lúrinn sinn hjá henni, og það gengur bara virkilega vel. Æj hann er svo duglegur!
Kalli er líka duglegur, gengur mjög vel í skólanum og líkar vel.
Ég er líka voða dugleg, er það ekki? :)
Við erum búin að stofna íslenska AA-deild í Sønderborg, það eru fundir kl 12:00 á laugardögum. Elaine, stelpa sem vinnur með mér, kemur og passar Músina á meðan, hann er alveg ástfanginn af henni!
Oj, kaffið mitt er orðið kalt, er ég búin að vera svona lengi að skrifa þetta?
Stundum kemur yfir mig algjört áhugaleysi á öllu sem tengist námi og vinnu og því öllu saman. Eða kannski ekki áhugaleysi, bara svona.. áttaleysi!
Á einhver lífs-áttavita að gefa mér?
Er svoldið hrædd um að missa áhugann í miðju námi, það væri nú ekki í fyrsta skiptið! Ég sé sjálfa mig fyrir mér, orðin sjötug og ennþá að spá í hvaða nám ég á að skella mér á, hvaða stefnu í lífinu ég á að taka. Afhverju kláraði ég ekki stúdentinn í upphafi? Allir í kringum mig orðnir stúdentar fimm mínútum eftir grunnskóla.
Neinei, ég veit að þetta er ekkert svona, en þetta dettur stundum í kollinn á mér.
Jæja, ég ætla að hætta þessu röfli og panta mér viðtal í VUC áður en ég verð sjötug!
Bestu kveðjur héðan frá okkur
Kolbrún.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á mánudaginn...
11.9.2008 | 06:37
Á mánudaginn fer ég í viðtal í www.ucsyd.dk og fæ þá að vita hvort ég kemst beint inn í hjúkrunarfræðina, eða hvort ég þarf að klára einhver fög í viðbót..
Hlakka til!
Heyrumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er meira viðeigandi en "JÆJA!"
2.9.2008 | 07:44
Já.. Það er sólríkur þriðjudagsmorgunn, Markús kominn til dagmömmu og Kalli í skólanum. Mikið er það skrítið að vera bara ein heima!
Og mikið er það dásamlegt að vera komin með almennilegt internet! Ahh.. Nú er ég með íslenskt útvarp í gangi, alveg hreint yndislegt!
En eins og áður hefur komið fram er Markús byrjaður hjá dagmömmu, byrjaði fyrst í gærmorgun. Það gekk rosalega vel, sagði einu sinni "mamma" og hélt svo áfram að leika sér. Hann varð samt voðalega ánægður þegar mamman kom að sækja hann.
Hann var svo búinn á því þegar ég kom að sækja hann kl 11, að kl 11:30 var hann kominn upp í rúm með Brúnó sinn og pelann.
Í gærkvöldi fórum við á fund og fengum stelpu sem ég er að vinna með til að passa. Við vorum hrædd um að þetta yrði alveg hræðilegt fyrir hann, og hann myndi bara alveg fríka út! En viti menn, við sögðum bæbæ við hann og hann hoppaði bara kátur og hress í fangið á píunni! Hann grét ekki eitt tár á meðan við vorum í burtu, spjallaði og spjallaði, fór svo að sofa um kl 8! Við erum ennþá að átta okkur á þessu!
Áðan fór ég með Músina til dagmömmu og var hjá þeim í tæpan klukkutíma. Ég kvaddi hann, en hann var of upptekinn við að klappa kisu til að taka almennilega eftir því. Svo þegar ég var komin inn í forstofu, var að renna upp jakkanum heyrði ég voðalegt væl, þá fattaði hann að ég var að meina þetta. Hann var ekki beint ánægður og grét eins og ég væri að fara að eilífu! Litla greyið!
Akkúrat þá komu inn úr dyrunum Martin og mamma hans, Martin er fæddur í mars eins og Markús, og þá léttist lundin aðeins. Svo voru guttarnir klæddir í skó og úlpu og út í garð! Ég læddist í burtu á meðan Markús mokaði í sandkassanum. Svo sæki ég hann á eftir, vona að þetta hafi gengið vel!
Hann er svo duglegur kallinn, hann leikur sér mest með matarleikföng.. Bolla og glös og ausur og gaffla og diska og potta og pönnur! Hrærir í bolla og gefur kisu smá smakk. Svo hrærir hann aðeins í pottinum og gefur Bangsímon. Fær sér svo sopa sjálfur!
Kalli er í skólanum á mánu, þriðju og föstudögum. Hann var búinn að vera svoldið stressaður yfir því að geta ekki neitt og vera alveg útá þekju. En það hefur heldur betur breyst eftir fyrsta daginn sem var í gær. Í bekknum hans er nefnilega kona frá Tyrklandi, sem talar hvorki ensku né neitt annað sem hægt er að tengja við! En þetta byrjar bara vel og lítur vel út.
Annað í fréttum, ég er að dunda við að gera nýja síðu, er svona að sjá hvort það sé eitthvað varið í það kerfi, er búin að setja inn nokkrar myndir og 2 vídjó. Endilega kíkið á það, www.kakoma.dk
Ég ætla að fara að skella í eina vél og taka svoldið til.
Bestu kveðjur frá okkur í Augustenborg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)