Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
3 dagar til jóla
21.12.2008 | 12:35
Og Markús er lasarus! Greinilega með hálsbólgu, er hás og lystarlaus. En hann fór engu að síður í jólaklippingu á miðvikudaginn.
Fyrir
Á meðan
Eftir
Aðfangadagskvöld verður heldur betur með öðru sniði en áður. Ég er að vinna frá kl 15-23, Kalli og Markús koma um kl 18 og borða með okkur og opna nokkra pakka, svo fara þeir heim og Markús leggur sig. Ég klára að vinna, fæ far hjá vinnufélaga, við sækjum kallana mína, pakkana og íslenskar nýlenduvörur og höldum til Rannveigar og co. Þar verða haldin "sein" jól, opnaðir fleiri pakkar og haft það huggulegt. Við gistum þar, og borðum svo hangikjöt með grænum baunum, uppstúf, rauðbeðum á jóladag. Öllu því verður svo skolað niður með jólaöli. Það væru sko engin jól án hangikjöts og tilheyrandi meðlæti. Mig langar að þakka mömmu minni og tengdamömmu kærlega fyrir kjötið og allt góðgætið sem þær sendu okkur! Án ykkar hjálp myndu ekki verða nein jól að ráði!
Í dag eru fjórði sunnudagur í aðventu og vetrarsólstöður, svo frá og með morgundeginum verður allt smátt og smátt bjartara. Ég get ekki neitað því að ég er farin að hlakka til sumarsins! Allavega vorsins, þegar það hættir að vera svona kalt. En maður tekur bara einn dag í einu.
Ætlaði bara svona aðeins að láta vita af okkur hérna. Nú ætla ég að skipta um á rúmunum og taka svolítið til.
Mamma, þú nennir ekki að strauja fyrir mig er það?
Bestu kveðjur frá okkur í Augustenborg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki vídjóblogg
1.12.2008 | 08:51
Er ekki kominn tími á einhvern texta á þessu síðu?
Hér er einn góður texti:
Veistu af hverju það hefur ekki verið gefið út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni?
Svar: Því sjálfstæðismenn vita ekki hvora hliðina þeir eiga að sleikja...
(skrifað 27.nóv) Annars er fínt að frétta. Við þurftum ekki að fara í mál við leigufélagið, það mál er leyst og við fengum endurgreitt frá sveitarfélaginu það sem við áttum að fá upphaflega, 6 mánuði aftur í tímann. Sem var ágætt, af þeirri upphæð var dregið frá það sem við skulduðum þeim samkvæmt röngum útreikningum og höfðum svo samt rúmar 9 þús krónur í afgang. Gott að þetta mál sé búið. Við eigum semsagt rétt á 2200 kr í húsaleigubætur, en ekki 0 krónum eins og þau reyndu að halda fram.
Ég átti vinnuhelgi núna síðustu helgi, en þurfti að vera heima út af höndunum. Skánaði yfir helgina, en ég má greinilega ekki við miklu, var að vinna í gær og snarversnaði. Samt setti ég örsjaldan á mig hanska, sú sem ég vann með setti á sig hanska þar sem þess var þörf. Æj svona er þetta bara.
Á þriðjudaginn fórum við með Markús í myndatöku hjá ljósmyndara hérna beint á móti. Það var allt svo spennandi að hann mátti ekkert vera að því að sitja kyrr og brosa framan í myndavélina! Úff maður er bara heppinn að ná svoleiðis mómenti, drengurinn er alltaf á fullu! En hún náði nokkrum nothæfum.
(skrifað 29.nóv) Fyrsti í aðventu rann upp í gær, og mikið var gott að geta skreytt svolítið, ég var búin að vera að halda í mér! Svo gerði ég fyrsta aðventukransinn minn:
Nokkuð ánægð með hann bara!
Ég fékk fyrsta kúnnann minn í förðun á föstudagskvöldið, það heppnaðist bara vel!
Er núna að íhuga að hringja mig inn veika í dag, er svo dj*fulli illt í höndunum! Ég sé til..
Segjum þetta gott í bili,
bestu kveðjur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)