Bakstur og nudd
11.3.2009 | 19:44
Á morgun höldum við uppá 2ja ára afmælið hans Markúsar, ég er búin að baka bananamöffins sem hann tekur með sér til dagmömmu og býður hinum krökkunum með sér. Svo á morgun ætla ég að baka kisu-köku! En ekki hvað? Mér finnst svo stutt síðan Markús varð eins árs, þegar við bjuggum hjá mömmu og pabba... Æj hvað það voru góðir tímar.
Hér er Markús á eins árs afmælisdaginn sinn í Búðardal:
Og hér er hann fyrir nokkrum tímum síðan, alveg að verða tveggja ára:
Hann er farinn að segja "rugbrød" og "gullerødder" með dönsku err-i ! Það er bara æðislegt að heyra það!
Ég fór í nudd til Sellu í Nordborg í dag. Fyrsta skiptið sem ég fer í nudd, algjörlega fyrsta skiptið á ævinni! Þetta var sko ekkert dúllerí og "ahh hvað þetta er notalegt". Ónei. Þetta voru sársaukafullar 40 mínútur. En ég er líka rosalega stíf í kroppnum og fyrsti tíminn er mjög sársaukafullur, svo fer það skánandi. Ég vissi að þetta yrði vont, en ekki svona vont! Við spjölluðum á meðan hún nuddaði mig, svo í miðri setningu gólaði ég "AAAAAÁ! DJÖFULL ER ÞETTA VOOOONT!!!", og hélt síðan áfram með það sem ég var að segja.. Stuttu seinna kom "ÉG HAAATA ÞIG!!!" og "MIG LANGAR HEEEEIM!!!". Ég fer í annan tíma eftir helgi.. Get ekki sagt að ég hlakki til þess, en ég hlakka til þegar ég er farin að finna mun. Úff! :) (Ef þú ert að lesa þetta Sella, þá segi ég takk fyrir í dag og sjáumst á mánudaginn! Og ég hata þig ekki... Bara smá þarna í dag! :) )
Ég ætla að fara upp í rúm núna, ég er algjörlega búin á því eftir þennan dag, en samt á góðan máta.
Hafið það gott öllsömul!
Kolbrún.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.