Maðkur í hrísmjölinu
19.10.2008 | 18:08
Þið fróða fólk, segið mér eitt; voru Danir ekki löngu hættir að selja Íslendingum maðkamjöl?
Lenti nefnilega í frekar óskemmtilegri lífsreynslu í hádeginu í dag. Ég var að sjóða hrísmjölsgraut, sá eitthvað skringilegt í pottinum og ákvað að veiða það upp úr. Hélt fyrst að þetta væri grjón á röngum stað og tíma, en annað kom í ljós þegar ég kreisti "það". Ég var samt ekki enn búin að gefa upp vonina að þetta væri á einhver hátt matvæli og ákvað að kíkja í hrísmjölsdallinn. Þegar ég lyfti lokinu fálmaði á móti mér lítil lirfa, ég lokaði og skellti frá mér dollunni, kastaðist upp að vegg og gaf frá mér undarleg hljóð og hreyfði mig skringilega og fékk gæsahúð á tærnar!
Ég hafði semsagt soðið þrjár lirfur, ein var sprelllifandi efst í dollunni og nokkrar komnar í púpu hér og þar í mjölinu. Djöfull var þetta óhuggulegt! En mannskapurinn varð jú að éta, svo makkarónugrautur varð það eftir að þurrvöruskúffan var tekin í gegn. Matarlystin var ekki mikil, og það þarf vart að taka fram hvað makkarónurnar minntu mig á.
En að öðru og skemmtilegra efni. Í dag fórum við í vöfflur til Rannveigar og Danna (og glassúr mmm..) Mikið var það huggulegt, takk fyrir okkur! Þar beið okkar poki frá Gísla og Ann, föt handa Markúsi sem Kári passar ekki lengur í. Takk fyrir það Gísli og Ann!
Ég get svo svarið það, ég get ekki hætt að hugsa um þetta lirfuvesen! Ég á pottþétt eftir að fá martröð í nótt!
Jæja, ég ætla að setja inn nokkrar myndir á Músasíðuna.
Bestu kveðjur frá okkur í Lirfulandi!
Athugasemdir
Æ Kolla mín þar varstu nú óheppin. En ég vona að þú hafir ekki fleiri leigjendur heima hjá þér en þessar þrjár sem að voru í pokanum. Þú þarft að hringja á meindýareyði ef það er eitthvað í eldhúsinnréttingunni og láta leigusalann sjá um þetta allt saman. Baráttukveðjur til ykkar og ég vona að allt gangi vel elskan mín. Þín Svava
Svava Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.