Og finna út úr tilgangi lífsins í leiðinni
10.10.2008 | 06:31
Já kæru lesendur, nú verðið þið að fylgjast vel með, því kellan er farin að blogga á hverjum degi!
Á mánudaginn fór Kalli í próf, og komst upp í næsta hóp. Það er auðvitað erfiðara, en ekkert sem hann ræður ekki við. Vá ég er svo stolt af honum!
Í síðustu viku fengum við þá hugmynd að ég færi bara líka í dönskuskólann. Ég fór í viðtal í dag, og skólastjórinn spurði: "Þarft þú að læra dönsku? Maður heyrir varla að þú sért frá Íslandi! Hvað ertu búin að búa hér í mörg ár?" Kellan varð náttúrulega svoldið upp með sér, en engu að síður finnst mér ég vera óörugg í málfræði og þegar kemur að því að skrifa. Ég skil léttilega flest allt sem ég heyri, sjónvarpsefni, og það sem ég les í blöðum og þess háttar. En eins og ég segi, langar mig að verða öruggari í skrift og málfræði. Það eru nefnilega ekki allir sem leiðrétta mann þegar maður segir eitthvað vitlaust, og þá gæti maður haldið að maður sé bara í góðum málum.
Ég fer semsagt í skriflegt próf 29.okt og þá fæ ég að vita "hvort skólinn hafi eitthvað handa mér að bjóða" eins og stjórinn sagði. Ef ekki, þá er það bara VUC.
Já þetta er svolítið út og suður hjá mér. Ég fór hingað út með þá ætlun að verða "hjálpari" (social-og sundhedshjælper), svo breyttist það yfir í sjúkraliða, því næst var markmiðið að læra hjúkrunarfræðinginn. Svo datt mér í hug að sérhæfa mig í dönsku og verða þýðandi! Nú er þetta allt saman einhvernveginn í lausu lofti, en það plagar mig ekki mikið. Ekki eins mikið og það gerði. Mér fannst ég vera undir einhverri pressu að vita þetta allt saman, hvað ég vil verða, hvað ég vil læra, hver ég vil vera. Og helst að finna út úr tilgangi lífsins í leiðinni.
Og svo eru það jú nemalaunin. Þau eru ekki alveg þau hagstæðustu, miðað við að hinn helmingur tekna okkar koma frá Íslandi.
Ég tek þessu bara rólega, ég er ágæt eins og ég er, og þetta kemur ábyggilega allt í ljós án þess að ég þurfi að naga af mér neglurnar og rífa af mér hárið af kvíða.
Læt þetta duga í bili
Ástarkveðjur frá okkur.
Athugasemdir
Flott hjá ykkur!
Hjartans kveðjur
Mamma og pabbi (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:42
Hæ og takk fyrir lánið á englinum ykkar í dag. Það var frábært að fá aðeins að passa svona góðan strák. Bara láttu vita þegar ég á að passa næst mín kæra.... Bestu kveðjur frá Svenstrup Svava
Svava Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:04
Lovjús!
Mér líkar bloggstuðið, ekki hætta.
Geturðu annars sent mér smá af því? Hef mig ekki í að setja inn myndir, hvað þá meira.
Hrönn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:40
Hæ hæ sæta alltaf jafn gaman að lesa bloggið hjá þér og heyra hvað er á prjónunum hjá ykkur þó sumir séu með óslitin nafla streng og hringi nokkrum sinumá dag enn nóg um það héðan er allt gott að frétta .Bæ Bæ Hugrún
Tengdó (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.