Fréttir af okkur (bæði góðar og ekki góðar)
2.10.2008 | 11:28
Ég frétti að móðir mín kær hefði ekki getað sofið eftir að hún las síðustu færslu, svo hér eftir mun ég einungis skrifa um fiðrildi, sólskin og velgengni.
Neee, það gengur ekki, pælingar mínar eru svo margslungnar að ég verð að fá að dreifa þeim á ykkur lesendur.
Það er hér með ákveðið að við komum ekki heim um jólin. Við ætlum frekar að koma þegar efnahagurinn lítur aðeins betur út, þó svo það verði ekki fyrr en í jan eða febrúar. Þá getur maður kannski stoppað aðeins lengur og haft það svoldið kósí. Það er ekkert sniðugt að koma heim í 9 daga, þar af fara 2 í ferðalög milli landa og 1 dagur í ferðalög innanlands. Úff ég fæ bara í magann! Það er margt búið að breytast á þessu ári, við búin að prófa hitt og þetta, ætli maður verði ekki líka að prófa að vera ekki heima um jólin?
Og þá að jólamatnum. Hver ykkar ætlar að senda okkur hangikjöt?
Markús er búinn að vera kvefaður og með leiðinlegan hósta síðan í byrjun september. Við fórum með hann til læknis 10 dögum eftir að það byrjaði, og doksi sagði okkur að leyfa þessu að fara af sjálfu sér, það heyrðist fínt í lungunum og allt virtist vera á réttri leið, en sagði okkur að koma aftur ef þetta breyttist. Svo í fyrradag fékk hann 39,7 stiga hita, og þurfti að koma fyrr heim frá dagmömmu því hann lá bara á sænginni sinni og volaði ámáttlega. Kalli fór svo með hann til læknis í gær, og í ljós kom mjög slæm eyrnabólga! Ég er ennþá að átta mig á þessu, því ekkert benti til þess að honum væri illt í eyrunum. En hann er allavega kominn á eitthvað pensilín-sull, má ekki fara út fyrir hússins dyr í 5 daga.
Bíddu nú við, hverjar voru aftur góðu fréttirnar?
Jú, okkur líður vel og elskum ykkur
Læt þetta duga í bili, þarf að fara að koma mér í vinnuna.
Þangað til næst, hafið það gott.!
Athugasemdir
Mikið eigum við eftir að sakna ykkar um jólin! Get engu hangiketi lofað fyrr en ég veit hvort nokkuð annað en flatkökur og kaffibætir verði í boði hérna á skerinu um jólin. Kreppa smeppa treppa... ;)
Knúsið Bauna litla frá okkur, agalegt að geta ekki dreift knúsum á einfaldari máta í svona veikindum.
Hrönn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.