16. september!

Mér finnst þetta alveg merkilegt. 16. september! Það er svakalegt hvað tíminn líður hratt!

Ég fór í viðtalið í gær, komst ekki inn, en fékk góð ráð hjá rektornum hvað best væri að gera.
Ég hef þrjá möguleika:
1. Klára stúdentinn
2. Klára sjúkraliðann
3. Taka HF-examen (Højere forberedelseseksamen, það er hægt að taka á 2 árum, eitt og eitt fag í einu eða í grúppum)

Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera. Ef ég klára stúdentinn á ég hann náttúrulega alltaf, og kemst þannig séð inn í hvað sem er með hann.
Ef ég klára sjúkraliðann, þá hef ég hann og þó hjúkrunarfræðinámið sé einhverra hluta ekki að ganga upp, þá er ég með menntun.
HF examen opnar margar dyr, líkt og stúdentinn..

Ég held ég byrji allavega á því að fara í VUC og taka einhver fög sem ganga upp í bæði stúdent og HF, venja mig á að vera í námi, þó svo það sé ekki mikið.

Allavega, þetta kemur allt í ljós, en nú að öðru.

Markús er orðinn alveg sáttur við að ég kveðji hann í dyrunum hjá dagmömmunni, veifar og segir bæbæ :) Hann er byrjaður að taka lúrinn sinn hjá henni, og það gengur bara virkilega vel. Æj hann er svo duglegur!
Kalli er líka duglegur, gengur mjög vel í skólanum og líkar vel.
Ég er líka voða dugleg, er það ekki?  :)

Við erum búin að stofna íslenska AA-deild í Sønderborg, það eru fundir kl 12:00 á laugardögum. Elaine, stelpa sem vinnur með mér, kemur og passar Músina á meðan, hann er alveg ástfanginn af henni!

Oj, kaffið mitt er orðið kalt, er ég búin að vera svona lengi að skrifa þetta?

Stundum kemur yfir mig algjört áhugaleysi á öllu sem tengist námi og vinnu og því öllu saman. Eða kannski ekki áhugaleysi, bara svona.. áttaleysi!
Á einhver lífs-áttavita að gefa mér?
Er svoldið hrædd um að missa áhugann í miðju námi, það væri nú ekki í fyrsta skiptið! Ég sé sjálfa mig fyrir mér, orðin sjötug og ennþá að spá í hvaða nám ég á að skella mér á, hvaða stefnu í lífinu ég á að taka. Afhverju kláraði ég ekki stúdentinn í upphafi? Allir í kringum mig orðnir stúdentar fimm mínútum eftir grunnskóla.
Neinei, ég veit að þetta er ekkert svona, en þetta dettur stundum í kollinn á mér.

Jæja, ég ætla að hætta þessu röfli og panta mér viðtal í VUC áður en ég verð sjötug!

Bestu kveðjur héðan frá okkur
Kolbrún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alveg ógeðslega dugleg Kolla mín! :*

Bara að gera eitthvað...taka eitthvað upp í stúdentinn...því jú þá á maður hann alltaf...er einmitt að bögglast í því núna...ekki það skemmtilegasta sko...en maður verður að gera þetta...sjitt ég gæti ælt yfir söguna sko! :/

 Svo er alveg bannað að setja inn svona sumarlegar myndir á síðuna hjá markúsi...ég sit hérna að drepast úr kulda...rigning og rok úti...brrr

 En jæja Kolla mín og strákalingarnir auðvita ;) vonandi gengur allt frábærlega hjá ykkur, þið standið ykkur eins og hetjur! :*

 Kv. Gyða Lind

Gyða Lind (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband