Hvar á maður að byrja?
8.6.2008 | 13:06
Hmm.. það gerist svo margt á milli þess sem maður kemst á netið að maður veit ekkert hvað skrifa skal..
Allavega, við erum komin í íbúðina í Augustenborg, og ég er byrjuð að vinna á elliheimilinu þar í bæ.
Þau eru mjög ánægð með mig þar, það er ekki spurning að ég hef fengið góða þjálfun á Silfurtúni!
Við erum búin að fara á ströndina með Markús, það var alveg æði!
Ég held að það sé best að hafa bara allar myndir inná barnalandssíðunni, myndakerfið hér á blog.is er ekki alveg nógu gott finnst mér.
Pabbi hans Kalla verður jarðaður á morgun, við komum til Íslands í gærkvöldi og förum aftur út á þriðjudaginn.
Það er kominn hellingur af myndum inná músasíðuna, endilega kíkið á þær!
Þangað til næst, bestu kveðjur frá okkur.
Kolla, Kalli og Markús.
Athugasemdir
Ég samhryggist! :*
Gyða (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:56
hæhæ..
ég hef aðeins kíkt hér inná, en aldrei kvittað fyrir mig, gaman að lesa í seinustu færslu að Markús hafi bara hlegið og haft gaman í flugtakinu þar sem Mikael Aron hló & skríkti í flugtaki og lendingu þegar við fórum til Torrevieja ;)
ég vona svo innilega að þið hafið það sem best þarna úti ;)
samúðarkveðjur vegna pabba hans Kalla.... :*
stór kveðja Eyrún Erla..
Éyrún Erla (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.