22 vímulausir mánuðir - Danmörk á morgun!

Jæja gott fólk!

Nú ætlum við hjúin, og músin sem undan okkur kom, að leyfa ykkur að fylgjast betur með okkur og ævintýrum okkar. Hér ætlum við að setja inn myndir, og ferðasögur og fleira skemmtilegt.

Á morgun, 19.maí kl 13:15 fljúgum við út til Kaupmannahafnar, tökum svo lest þaðan til Sønderborg sem er syðst á Jótlandi. Fyrstu nóttinni okkar munum við eyða hjá Rannveigu systur og Danna, svo verðum við í Nybøl, í gestahúsi foreldra Danna, þangað til við fáum íbúðina í Augustenborg afhenta, sem verður í síðasta lagi 1.júní. Sem er einmitt dagurinn sem ég byrja að vinna á dvalar- og hjúkrunarheimilinu í Augustenborg.

dk copy  sonderogaugustenborg

Búslóðin okkar er á 2 brettum og kemur (vonandi) heil á höldnu til okkar eftir 2 vikur með Atlantsskipum. Þeir landa í Esbjerg, sem er um 2 klst frá Augustenborg.

Það er frekar skrýtið að hugsa til þess, að fyrir ekkert svo löngu síðan var þetta bara hugmynd, en nú er sú hugmynd að verða að veruleika! Á morgun!

Mamma, pabbi, Hrönn, Herborg, Linda, Halli Pétur, Halli Pálmi, Númi, Jón Helgi og Sæmundur; takk fyrir æðislegan dag í gær!

Set inn einhverjar myndir í albúm seinna í dag!
Kv. Kolbrún.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 22 mánuðina og með flutninginn :)

Ég fylgist spennt með :)

Kv ellen

Ellen Ósk (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:00

2 identicon

Til hamingju með þennan stóra áfanga! :** þið eruð svo dugleg og meigið vera ógeðslega stolt af ykkur!! :*

 Lagið þitt er GEGGJAÐ...vá ég elska það alveg! :D

Og gangi ykkur síðan vel á morgun...ég á eftir að sakna ykkar ofsa mikið! En þetta verður góð lífsreynsla fyrir ykkur og þetta á eftir að vera geggjað gaman! :) Síðan er aldrei að vita nema maður kíkji einhverntímann í heimsókn! :p

Kossar og knús á ykkur! :*

Gyða Lind (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:48

3 identicon

Takk fyrir gærdaginn elskurnar, hann var frábær! Til hamingju með lífið og tilveruna, megi gæfa og gleði fylgja ykkur á nýjar slóðir.

Hjartans kveðjur frá mömmu og pabba, afa og ömmu með þökk fyrir dýrmætan tíma með okkur í Búðardal.

Já, lagið er dásamlegt!

Mamma og pabbi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Dísaskvísa

Gangi ykkur sem allra best á nýjum slóðum.  Njótið þess að hafa þetta tækifæri í höndunum.

MBK.

Dísaskvísan

Dísaskvísa, 18.5.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband