Í dag
19.2.2008 | 22:40
er ég búin að vera edrú í 19 mánuði og einn dag. Fyrir 19 mánuðum og einum degi síðan hefði mér aldrei dottið í hug að ég næði þessum tíma. En þessi tími samanstendur af litlum einingum sem koma í 24 klukkustunda pökkum. Ég á það til að hugsa mikið um morgundaginn og framtíðina almennt, og þá missi ég af nú-inu.
Ég er farin að geta notið dagsins í dag, og skapað þannig runu af góðum dögum, sem takast í hendur og mynda vikur, mánuði og ár.
Ég á yndislegan mann, og saman eigum við yndislegt barn. Við eigum bæði tvö yndislegar fjölskyldur og yndislega vini. Gæti lífið verið eitthvað yndislegra?
Ef ég festist í þráhyggju út í framtíðina eða fortíðina, er grasið fljótt að verða grænna hinu megin.
Ég hef breyst. Ég hef gaman af lífinu. Ég er þakklát.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.