Jahérnahér, langt síðan síðast!

Það er aldrei auðvelt að byrja að blogga aftur, en hér kemur fyrsta færslan í langan tíma!

Hér er komið haust, kuldinn kominn og trén orðin frekar berrössuð.
Hef þetta ekki lengra í bili, maður þarf að komast í æfingu!

Læt eina mynd fylgja herlegheitunum

Lestarhestur


Afmælisvídjó

Hér koma vídjó úr afmælinu hans Markúsar, en myndirnar eru á barnalandssíðunni.
Njótið vel, og bestu kveðjur!

Græni pallbíllinn:


Bakstur og nudd

Á morgun höldum við uppá 2ja ára afmælið hans Markúsar, ég er búin að baka bananamöffins sem hann tekur með sér til dagmömmu og býður hinum krökkunum með sér. Svo á morgun ætla ég að baka kisu-köku! En ekki hvað? Mér finnst svo stutt síðan Markús varð eins árs, þegar við bjuggum hjá mömmu og pabba... Æj hvað það voru góðir tímar.
Hér er Markús á eins árs afmælisdaginn sinn í Búðardal:
20080315232202_109 20080315233233_133

Og hér er hann fyrir nokkrum tímum síðan, alveg að verða tveggja ára:
007copy 046

Hann er farinn að segja "rugbrød" og "gullerødder" með dönsku err-i ! Það er bara æðislegt að heyra það!

Ég fór í nudd til Sellu í Nordborg í dag. Fyrsta skiptið sem ég fer í nudd, algjörlega fyrsta skiptið á ævinni! Þetta var sko ekkert dúllerí og "ahh hvað þetta er notalegt". Ónei. Þetta voru sársaukafullar 40 mínútur. En ég er líka rosalega stíf í kroppnum og fyrsti tíminn er mjög sársaukafullur, svo fer það skánandi. Ég vissi að þetta yrði vont, en ekki svona vont! Við spjölluðum á meðan hún nuddaði mig, svo í miðri setningu gólaði ég "AAAAAÁ! DJÖFULL ER ÞETTA VOOOONT!!!", og hélt síðan áfram með það sem ég var að segja.. Stuttu seinna kom "ÉG HAAATA ÞIG!!!"  og "MIG LANGAR HEEEEIM!!!". Ég fer í annan tíma eftir helgi.. Get ekki sagt að ég hlakki til þess, en ég hlakka til þegar ég er farin að finna mun. Úff! :)  (Ef þú ert að lesa þetta Sella, þá segi ég takk fyrir í dag og sjáumst á mánudaginn! Og ég hata þig ekki... Bara smá þarna í dag! :) )

Ég ætla að fara upp í rúm núna, ég er algjörlega búin á því eftir þennan dag, en samt á góðan máta.

Hafið það gott öllsömul!

Kolbrún. 


Það er kominn mars!

Og lífið er farið að taka á sig "venjulegri" mynd, ef svo má að orði komast.
Ég var nú ekkert alveg að nenna að vakna í morgun, ég var alveg búin að ákveða að fara að sofa þegar ég væri búin að fara með Markús til dagmömmunnar, en það var svo gott að fá líkamann í gang, í staðinn fyrir að liggja bara og hrjóta. Fá sér smá kaffi, taka úr uppþvottavélinni, gefa Markúsi að borða og horfa á smá morgunsjónvarp með honum. Svo löbbuðum við til dagmömmu.

Hér er farið að birta allverulega til, það er alveg orðið bjart klukkan sjö, fuglarnir farnir að syngja meir og meir, vorið farið að láta kræla á sér.
Ég er byrjuð að vinna aftur, alveg frábært.  Það var tekið svo vel á móti mér að litla kvíðafiðrildið sem ég hafði í maganum yfir því að koma aftur hvarf alveg.
Við erum búin að breyta svoldið til hérna hjá okkur, fyrir það fyrsta tókum við í gegn alla kassana sem hafa staðið uppí svefnherbergi frá því við fluttum. Þeir hafa alltaf mætt afgangi þar sem við bjuggumst við því að flytja í aðra íbúð á hverri stundu. En nú erum við hætt að spá í því í bili, og tókum þetta í gegn, sameinuðum í kassa og geymum undir rúmi þar sem þeir eyða ekki sýnilegu plássi. Færðum tölvuna upp og annan sófann, þann tveggja sæta. Svo var ætlunin að hafa nýja sjónvarpið uppi, en það lítur út fyrir að vera of langt í gervihnattadiskinn þaðan. En við erum ekki búin að gefast upp á þeirri hugmynd, finnum eitthvað út úr þessu.

Ég og Kalli erum bæði byrjuð á reykingalyfi og nú styttist í fyrsta reyklausa daginn. Við finnum bæði mikinn mun á reykingaþörfinni og hlakkar til að losna algjörlega við þetta ógeð. Svo ég tali nú ekki um sparnaðinn sem fylgir því að hætta. Það líður lengri og lengri tími á milli sígaretta og það er varla að við höfum fyrir því. Allt í einu föttum við að við erum ekki búin að reykja í 2 tíma! Ég mæli svo sannarlega með þessu lyfi, Champix, og mamma, það er aldrei of seint að hætta! (Nema þegar maður er dauður af lungnakrabba að sjálfsögðu)

Það styttist í tveggja ára afmælið hans Markúsar, 2 dagar! Er búin að ákveða að baka skúffuköku og kannski bjóða nokkrum vinum ættmennum á svæðinu í heimsókn. Rannveig og co, Gísli og co, Arnheiður og Svava, ykkur er hér með boðið í smá kaffi einhverntímann í vikunni! :)

Kreppa, kreppa, kreppa. Krise, krise, krise. Þetta er yfirgnæfandi í eyrunum á manni þessa mánuðina. Það örlar jafnvel fyrir því að maður sé kominn með nóg af þessu tali. En það verður ekki um það komist að þetta er að hafa mikil og stór áhrif allt í kring um mann. Get ekki sagt að þetta sé að hafa stórkostleg áhrif á okkur, jú bæturnar hans Kalla rýrna allverulega útaf genginu, en við höfum það betra en margir aðrir. Ég hef þá allavega vinnu, og er mjög ánægð með hana, sérstaklega þegar maður heyrir um fjöldauppsagnir hér og þar.

Krepputal og fjöldauppsagnir stoppuðu okkur þó ekki í að festa kaup á sjónvarpi. Fyrsta sjónvarpinu okkar! Höfum verið með hitt og þetta í láni í gegn um þessi rúm 3 ár okkar saman, og það sem við höfum verið með í láni síðan við fluttum út er gamalt og það koma stundum skrýtin hljóð úr því og smá brunalykt.. Eitthvað segir mér, verandi dóttir rafvirkja, að það sé ekki allt í lagi (eða bara þokkalega skynsöm). Keyptum okkur 32" Sony LCD, á 4800 kr.  Það eyðir talsvert minna rafmagni en gamla sjónvarpið, svo það verður ekki lengi að borga sig. Við erum farin að spá meira í þessum rafmagns-, sparnaðar,- og umhverfismálum heldur en við gerðum á Íslandi. Hér í íbúðinni er undantekning að nota venjulega peru í ljós og lampa, notum sparnaðarperur í mest allt. Ljósið getur samt verið smá tíma að ná fullum styrk, en eftir smá stund er lýsingin orðin sú sama og með venjulegri peru, hún kostar meira, en endist mikið mikið lengur og eyðir minna rafmagni.
Við gerðum merkileg kaup í byrjun mánaðarins. Mjög merkileg og minnisstæð kaup, nefnilega önnur ónotaða mublan okkar eftir að við fluttum út. Fyrsta ónotaða mublan var svefnsófinn, en nú var það kommóða. Og hana settum við alveg sjálf saman, er það ekki ótrúlegt? Enginn pabbi eða afi til að hjálpa okkur. Merkilegt hvað gerist þegar maður flýgur svona langt úr hreiðrinu!

48
Þó svo ég sé ánægð með að hafa vinnu yfir höfuð, þá kemst ég ekki hjá því að hugsa um hendurnar á mér. Ég fór í ofnæmispróf hjá húðlækni í febrúar, og niðurstaðan sýndi að ég er ekki með ofnæmi fyrir latex, vinyl né nitril. Það er auðvitað ákveðinn léttir, að hanskarnir séu ekki orsök exemsins, en það breytir því ekki að þessi efni gera viðkvæma húð enn verri. Ég ákvað því að sækja um starf hjá Subway í Sønderborg. Hef unnið á Subway á Íslandi og hef því smá reynslu sem hefur greinilega vakið áhuga þeirra, því rétt áðan var verið að hringja og bjóða mér í viðtal á morgun.
Er búin að hugsa þetta lengi, að finna mér aðra vinnu, og hef verið ansi pirruð að finna ekkert. En nú er þetta komið í myndina, og hvað gerist þá? Þá fer ég að efast um að þetta sé rétt, að skipta um vinnu, hvort ég hafi það ekki bara ágætt á núverandi vinnustað o.s.frv. En ég veit samt að ég á mér ekki neinn feril framundan í núverandi fagi, og er búin að ákveða fyrir löngu að taka ekki neina menntun í því. Þetta kemur allt í ljós, ekkert stress!

Læt þetta duga í bili, enda þetta á nokkrum myndum.

20090303073211_27
Markús Eðvarð, Finnur og Kári

20090306154604_8

20090306154613_13
Rugludallarnir

20090308182714_5
Bakarameistarinn

20090308182750_17
Glaður strákur

20090308182815_25
Á leiðinni í skógarferð

20090308183045_63
Greinilega greindur maður þarna á ferð!

20090308183137_78
Bless í bili!


Vídjóblogg - samantekt

Já, það er vissulega langt síðan ég setti inn vídjó, svo hér koma nokkur frá nóvember til febrúar:


Ýmislegt frá nóv '08 - feb '09


Jólatrésskemmtun 10.des '08


21. og 24. des '08


Samansafn 29.des - 22.feb '09

 


22.febrúar 2009

Þetta er fyrsta færsla ársins, þó svo tæpir 2 mánuðir séu frá áramótum.
Eins og þeir sem næst okkur standa vita, þá hef ég verið frekar mikið veik undanfarið, eiginlega alveg frá áramótum. Hef ekki unnið frá því í byrjun janúar, en nú sér vonandi fyrir endann á veikindadögum mínum í bili, og ég hef hugsað mér að byrja að vinna í lok þessarar viku eða eftir næstu helgi, ef allt gengur vel.
Ég varð ólétt í desember og stuttu seinna varð ég veik. Það er auðvitað erfitt að segja til um hvað var óléttunni að kenna og hvað var lifrinni að kenna. Lifrarensím sem er kallað "alat" fór alltaf hækkandi og ég varð alltaf slappari og slappari. Í blóðprufum á "alat" á að vera á bilinu 10-45 hjá konum til að geta talist eðlilegt, en hjá mér hefur það verið í kring um 58, sem er ekkert áhyggjuefni. Ég fór í fyrstu blóðprufuna 20 janúar og þá var talan komin upp í 157. 10 dögum seinna var hún rokin upp í 400.. Ég hitti lifrarsérfræðing 16.feb, og hann gat svosem ekki sagt til um hvort þetta myndi hækka eða lækka með tímanum, en vildi fá mig í aðra prufu eftir 2 vikur til að skera úr um hvort við ættum að halda meðgöngunni áfram. Það er mjög ólíklegt að þetta hefði haft áhrif á fóstrið, en þetta hafði svo sannarlega áhrif á mig, og ekki síður á Markús og Kalla. Ég svaf að meðaltali 18 tíma á dag, og þess á milli lá ég bara í sófanum, bókstaflega ekkert gagn af mér. Ég fann að Markús tók þetta inn á sig og var ekki eins og hann á að sér að vera.
Ég tók svo ákvörðun á fimmtudaginn var, daginn áður en ég var komin 12 vikur á leið, að fara í fóstureyðingu.  Ég gat ekki hugsað mér að þurfa að stoppa meðgönguna seinna, þurfa kannski að vera sett í gang til að fæða barn sem ég vissi að myndi sennilega ekki ná að lifa í klukkutíma. Ég fékk tíma daginn eftir og nú er þetta yfirstaðið.
Það er enginn efi í mér að þetta var rétt ákvörðun, auðvitað var hún erfið, en ég og við erum sátt við hana. Ég hef það meira að segja strax betra, bæði andlega og líkamlega, þó svo ég sé ennþá með harðsperrur sem eru aukaverkanir eftir svæfinguna.
Set hérna inn sónarmynd sem var tekin í 9.viku
8v5d

Segjum þetta gott í bili, ég verð vonandi duglegri að blogga á næstunni.

Kveðjur frá okkur.
Kolbrún.
 


3 dagar til jóla

Og Markús er lasarus! Greinilega með hálsbólgu, er hás og lystarlaus. En hann fór engu að síður í jólaklippingu á miðvikudaginn.
20081218193906_26
Fyrir

20081218193910_28
Á meðan

20081218193913_30
Eftir

Aðfangadagskvöld verður heldur betur með öðru sniði en áður. Ég er að vinna frá kl 15-23, Kalli og Markús koma um kl 18 og borða með okkur og opna nokkra pakka, svo fara þeir heim og Markús leggur sig. Ég klára að vinna, fæ far hjá vinnufélaga, við sækjum kallana mína, pakkana og íslenskar nýlenduvörur og höldum til Rannveigar og co. Þar verða haldin "sein" jól, opnaðir fleiri pakkar og haft það huggulegt. Við gistum þar, og borðum svo hangikjöt með grænum baunum, uppstúf, rauðbeðum á jóladag. Öllu því verður svo skolað niður með jólaöli. Það væru sko engin jól án hangikjöts og tilheyrandi meðlæti. Mig langar að þakka mömmu minni og tengdamömmu kærlega fyrir kjötið og allt góðgætið sem þær sendu okkur! Án ykkar hjálp myndu ekki verða nein jól að ráði!

Í dag eru fjórði sunnudagur í aðventu og vetrarsólstöður, svo frá og með morgundeginum verður allt smátt og smátt bjartara. Ég get ekki neitað því að ég er farin að hlakka til sumarsins! Allavega vorsins, þegar það hættir að vera svona kalt. En maður tekur bara einn dag í einu.

Ætlaði bara svona aðeins að láta vita af okkur hérna. Nú ætla ég að skipta um á rúmunum og taka svolítið til.
Mamma, þú nennir ekki að strauja fyrir mig er það?

Bestu kveðjur frá okkur í Augustenborg.


Ekki vídjóblogg

Er ekki kominn tími á einhvern texta á þessu síðu?

Hér er einn góður texti:
Veistu af hverju það hefur ekki verið gefið út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni?
Svar: Því sjálfstæðismenn vita ekki hvora hliðina þeir eiga að sleikja...

(skrifað 27.nóv) Annars er fínt að frétta. Við þurftum ekki að fara í mál við leigufélagið, það mál er leyst og við fengum endurgreitt frá sveitarfélaginu það sem við áttum að fá upphaflega, 6 mánuði aftur í tímann. Sem var ágætt, af þeirri upphæð var dregið frá það sem við skulduðum þeim samkvæmt röngum útreikningum og höfðum svo samt rúmar 9 þús krónur í afgang. Gott að þetta mál sé búið. Við eigum semsagt rétt á 2200 kr í húsaleigubætur, en ekki 0 krónum eins og þau reyndu að halda fram.

Ég átti vinnuhelgi núna síðustu helgi, en þurfti að vera heima út af höndunum. Skánaði yfir helgina, en ég má greinilega ekki við miklu, var að vinna í gær og snarversnaði. Samt setti ég örsjaldan á mig hanska, sú sem ég vann með setti á sig hanska þar sem þess var þörf. Æj svona er þetta bara.

Á þriðjudaginn fórum við með Markús í myndatöku hjá ljósmyndara hérna beint á móti. Það var allt svo spennandi að hann mátti ekkert vera að því að sitja kyrr og brosa framan í myndavélina! Úff maður er bara heppinn að ná svoleiðis mómenti, drengurinn er alltaf á fullu! En hún náði nokkrum nothæfum.

(skrifað 29.nóv) Fyrsti í aðventu rann upp í gær, og mikið var gott að geta skreytt svolítið, ég var búin að vera að halda í mér! Svo gerði ég fyrsta aðventukransinn minn:

Aðventukrans

Nokkuð ánægð með hann bara!

Ég fékk fyrsta kúnnann minn í förðun á föstudagskvöldið, það heppnaðist bara vel!

Picture 010copyPicture 011copy
                           Fyrir                                  Eftir (augun tilbúin)  

Er núna að íhuga að hringja mig inn veika í dag, er svo dj*fulli illt í höndunum! Ég sé til..

Segjum þetta gott í bili,
bestu kveðjur.
                                           


Hitler og Icesave

Ég verð bara að deila þessu með ykkur! Hahahah!

 


Hitt og þetta - vídjóblogg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband